Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sittu kjur og farðu hvorugt

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Prestur nokkur var einhverju sinni að spyrja börn í kirkju. Meðal barnanna var drengur einn er Jón hét; hann átti aldraða móðir sem einnig var við kirkjuna, en þegar kemur að dreng þessum spyr prestur hann hvort hann vilji heldur fara til himnaríkis eður vítis, en drengurinn stanzar við. Þá kallar móðir hans er sat langt fram í kirkju og segir: „Sittu kjur, Jón litli, og farðu hvorugt.“