Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sko djöfulinn frammí

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni var formaður í Þorlákshöfn sem stamaði mikið. Þar gekk drengur með skipum og einn morgun beiddi hann þenna formann fars, en hann þverneitaði því. Frammímenn aumkvuðust yfir drenginn og skutu honum upp í svo formaðurinn tók ekki eftir. Síðan ýttu þeir frá landi og réru menn út á sjó og fóru að lesa sjóferðamannsbæn sína eins og siður er til. Þá kom formaðurinn allt í einu auga á drenginn og varð hann fokreiður og kallaði upp úr miðri bæninni: „Sko d-d-d-d-djöfulinn frammí.“