Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Skriftirnar

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Skriftirnar

Kerling lá veik og sendi eftir presti að þjónusta sig; prestur kom og er kerling þá í rúmi sínu vel málhress og ekki þungt haldin. Vill hún þó fyrir hvern mun fá þjónustuna og fór það fram. Prestur tekur að skrifta henni með áhrífandi orðfæri eins og honum var lagið og setur henni ljóslega fyrir sjónir að með því eina skilyrði megi hún vænta náðarinnar að hún iðrist synda sinna og leiti fyrirgefningar á þeim o. s. frv. Og er kerling heyrir slíkt þykir henni það hörð kenning, byltir sér í rúminu og segir: „Ég sný mér þá upp í horn ef þú ferð að jaga mig.“