Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sonurinn fór að leiða kú
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Sonurinn fór að leiða kú
Sonurinn fór að leiða kú
Þegar Finnur biskup var prestur í Reykholti[1] primsigndi hann barn. Gömul nefndarhjón héldu barninu undir primsigninguna og er prestur spyr í hvers nafni barnið væri skírt svara þau: „Föðurs og anda.“ „Hvar er þá sonurinn?“ segir prestur. „Sonurinn,“ segir kerling, „hann fór ofan að Stórureykjum að leiða kú.“ Þau hjón áttu einn son fullorðinn og hélt konuskepnan að presturinn meinti hann þegar hann spurði eftir syninum.
- ↑ Finnur Jónsson (1704-1789), biskup í Skálholti (1754-1785), var prestur í Reykholti 1732-1753 (settur biskup 1743-1747).