Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Springi sá sem fyllstur er

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Springi sá sem fyllstur er“

Á einum bæ var fólk búið að borða á sprengikvöldinu; þá sagði kerlingin: „Guði sé lof, södd er ég og saddir allir mínir.“ „Springi sá sem fyllstur er,“ sagði dóttir hennar. Hún ætlaði það væri móðir sín, en hún var það raunar sjálf og gekk ósk hennar eftir svo hún sprakk.