Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Stefán og Helga

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Stefán og Helga

Einu sinni voru hjón í Eyjafirði er hétu Stefán og Helga. Þegar kall hafði séð hana fyrst datt honum margt í hug. Hann fór að koma á bæ hennar og bað hana að ganga með sér, en nefndi ekki bónorð við hana. Piltarnir fóru þá að segja henni að Stefán mundi vilja eiga hana. Næst eftir þetta kemur hann og finnur hana og biður hana að ganga með sér út fyrir túnið. Þá segir hún til hans: „Bölvuð læti eru í þér, Stefán; viltu eia mig?“ Þá segir kall: „Það var nú það, Helga mín.“ Svo gekk saman og urðu þau hjón.

Einu sinni komu þau hjón seint til kirkju. Þá segir kona ein í sama sætinu við hana því hún komi svo seint. Þá segir kellingin: „Nefndu það ekki, blessuð! Stefán minn var í allan morgun að létta á ánum fram um allan dal, en ég hef verið í hestalátum.“

Einu sinni spurði hún Stefán sinn hvað yrði af öllum gömlu tunglunum. „Það er of hátt að hugsa um það, Helga mín; þau detta öll á jörðina og verða að engu.“