Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sturlinn stærsti

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Sturlinn stærsti

Einu sinni mætti maður kerlingu á gangi og hafði hún sturla sinn á höfðinu. Hann átelur hana fyrir það að hún skuli aðhafast þá ósvinnu að vera á almannafæri með ófétis koppinn fyrir höfuðfat. Kerling sagði: „Ætli mér þyki skömm að því að bera koppinn minn þar sem postulunum þótti engin óvirðing að því eða manstu ekki 4. versið í 11. passíusálminum:

Pétur með sturlan stærsta?“