Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Svo fór bezt sem fór

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Svo fór bezt sem fór“

Þegar kerling ein hafði heyrt lesna söguna af þeim Adam og Evu um syndafallið mælti hún: „Svo fór bezt sem fór; það hefði ekki verið lítill hofmóðurinn í henni veröldu hefðu allir verið heilagir.“