Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Svona skaltu vera

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Svona skaltu vera“

Kerling gömul fór eitt sinn að rifja upp skriftarganginn og var búin að týna honum niður nema orðum á stangli. Þótti henni það ekki gott og tók sig til að koma honum saman aftur. Notaði hún þá allt er hún mundi úr þeim gamla og bætti þar nokkru við frá sjálfri sér, og er hún hafði á þann hátt komið nokkru lagi á hann og fest í minni hló hún og mælti: „Svei þér svo skrýtinn sem þú ert, svona skaltu vera.“