Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Treysti á kamp

Úr Wikiheimild

Maður villtist á fjalli í kafaldsbyl svo hann sá tvísýn á lífi sínu. Þegar hann eitt sinn sagði frá því var hann spurður hvort hann hefði þá ekki farið að biðja fyrir sér. „Ónei, svei því, mér kom það ekki til hugar.“ „Hvað gjörðirðu þá?“ „Ekki neitt,“ svaraði hann aftur, „því ég treysti upp á hann Kamp.“ Með honum rann hundur er Kampur hét og elti hann hundinn og komst með því af fjallinu.