Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Um Jón prins eða mötustutta

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Jón hét maður og var Jónsson ættaður úr Hvolhreppnum, ýmist kallaður Jón prins eða Jón mötustutti, hverju nafni hann hélt til dauðadags. Því var hann prins kallaður að menn kölluðu föður hans konung. Jón var maður mjög upp á sögur og fróðleik allan, enda þó menn hlægju oft að hvað rangt hann las. Fljóthuga var hann og hraðmæltur og fóru því oft öfugmæli út úr honum. Svo var einu sinni er hann sagði frá: „Þegar eg kom upp á óslegnu hána sá eg hvar hljóðið kom upp í vestrinu. Jón var þá búinn að fella trippið af baki. Kallaði ég þá til hans og sagði: ,Það er tagl í bandinu hjá þér, Foli.'“