Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Fyrirboðar um veðráttufar og árferði

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Fyrirboðar um veðráttufar og árferði
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Þó ýmsir fyrirboðar um veðráttufar hafi ef til vill slæðzt hér og hvar inn í að framan veitir ekki af að gera hér glöggari grein en áður hefur verið kostur á fyrir nokkrum slíkum fyrirboðum sem enn er talsvert eftir af hér á landi og sem fyllilega benda til þess að mönnum hafi ekki verið allir tímar jafntrúir, heldur hafi þeir tekið mark bæði á ýmsum atburðum í náttúrunni, dögum og jafnvel lengri tímabilum og ætlað að af því mætti ráða veðráttufar og árferði um skemmri eða lengri tíma og jafnvel árið um kring. Hér eru þá nokkur dæmi til þessa þó sum þeirra séu í ljóðum.