Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Örnefni í Einholtssókn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Örnefni í Einholtssókn

Þinghólar sem nú eru umflotnir sjávarflóði með hvörju aðfalli sjávar og því ósýnileg öll mannaverk.

Þingaskálahólar: Öll manna[verk] frá fyrri tímum ógreinileg líka nema sokallað Grettirstak.

Þjófaskarð í Holtahömrum, hvar sagt er að þjófar hafi hengdir verið og dysjaðir.

Þjófasker, hvar þjófar kváðu hafa falizt, hvað nú er umflotið Hornafjarðarfljótum og hellirinn fullur sandi. Í skógi sem þá átti að hafa verið þar fólust þjófarnir sem stálu fé og kvenfólki, en náðust þó á Þorláksmessu fyrir jól og voru hengdir og dysjaðir í nefndu skarði.