Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Bjarndýrakóngurinn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Bjarndýrakóngurinn
Bjarndýrakóngurinn
Árið 1848 heyrði ég frá því sagt í Grímsey að einu sinni í tíð séra Árna (Illugasonar?)[1] kom bjarndýrakóngurinn upp á Grímsey með öðrum bjarndýrum. Það er í Grímsey um bjarndýrakónginn sagt að hann hafi horn eitt fram úr höfðinu og í því horni sé lýsigullssteinninn.[2] En frá þessum kóngi er það sagt að hann kom að Miðgörðum þegar prestur gekk út í kirkju, hneigði sig fyrir presti og gekk leiðar sinnar suður á Borgamó og bjarndýrin á eftir honum í halaróu. Þegar suður á móinn kom réðst aftasta bjarndýrið á kind og drap hana. Kóngurinn leit við, greip dýrið og drap það, fór síðan meingjörðalaus með dýraflokk sinn suðrí Grenivík og þar í sjóinn Bjarndýrakóngur þessi var mjög stór og rauðkinnóttur.