Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Bjarnylur
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Bjarnylur
Bjarnylur
Fleiri sögur og merkilegri eru um ferfætlingana en manninn og skal hér fyrst getið bjarnarins. Um hann er það almenn sögn að hann sé svo heitrar náttúru að hann kenni aldrei kulda og er sá eiginlegleiki hans kallaður bjarnylur. Þenna sama eiginlegleika er sagt að sumir menn hafi, en það eru þeir einir sem bornir eru á bjarndýrsfeldi og er það talið víst að þeim verði aldrei kalt. Í fornsögum er og getið bjarnyls.