Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Brúsahellir

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Brúsahellir

Í fjallinu upp undan Krakavöllum í Flókadal þar sem ég[1] var uppalinn voru ýms örnefni kennd við Brúsa, nefnilega Ytri-Brúsahaus, Syðri-Brúsahaus, Brúsavatn, Brúsaskál, Brúsahryggur, Brúsahellir. Á Brúsa þessum var ég hræddur og þar að auki á Grýlu og Leppalúða. Hélt ég eða var sagt að Brúsi þessi væri stór og grimmur jötunn, og var ég svo orðinn nokkuð stór og farinn að smala að ég hafði fremur geig í mér þegar ég sá upp í hellismynnið. Árið 1835 kom ég inn í hellismynnið. Var það hér um bil fimm álna hátt og sjö álna breitt; Haldið var hellirinn lægi í gegnum fjallið (c. 300-400 faðma) yfir Skeiðsdal í Austurfljótum. Var þar kallaður Brúsahellir sem átti að vera annað mynni hellisins, en ekkert mynni var þar sjáanlegt 1835. Þá var sagt að hrunið væri fyrir það.

  1. Þ. e. sr. Jón Norðmann.