Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Draugalág
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Draugalág
Draugalág
Svo er sagt að tveir smalamenn í nágrenni yrðu missáttir. Var annar þeirra frá Syðrigörðum, en hinn frá Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahrepp. Fór svo að lokum að þeir unnu hvör á öðrum. Heitir þar Draugalág enn í dag þar er þeir féllu, því mjög gjörðist reimt eftir þá. Draugalág er á Garðaholti, og eru þeir dysjaðir þar skammt hvör frá öðrum.