Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Draumagras
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Draumagras
Draumagras
Eitt gras heitir: 1. mánaðagras, 2. kveisugras, 3. tröllafingur, 4. draumagras. Þetta gras er grátt að lit með liðum neðan um legginn og hnapp á endanum. Það vex fyrst allra grasa og er fullvaxið þann 16. maí, skal þá takast þann sama dag og geymast í guðspjalli þann 16. sunnudag eftir trinitatis. Það skal saxa smátt saman við messuvín og takast inn á hvurjum morgni fastandi og má so verja holdsveiki. Það skal taka snemma morguns, bíta það úr hnefa og snúa sér á móti austri. Það ver allri kveisu innvortis. Það skal og takast áðurgreindan dag og geymast í áðurnefndu guðspjalli; það skal láta í hársrætur sér undir svefn og mun sá sami vís verða þess sem hann eftir leitar.