Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Dysjar

Úr Wikiheimild

Svo heita haugar á mýri fyrir utan Snotrunes. Er mælt þar hafi barizt Borgfirðingar og Hjaltastaðaþinghármenn og sé valurinn dysjaður þar. Hitt er þó líklegra að Dysjarnar séu hlaup úr brekkunni fyrir ofan. – Snotrunes (bær) dregur nafn af Snotru álfkonu sem saga er um.