Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Enn um hámeri

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Enn um hámeri

Tólfta maí 1862 var ég að spurja Svein gamla Magnússon á Barði sem allan sinn aldur hefir verið í Fljótum, um ýmislegt. Sagði hann mér þá svo frá: „Það var einu sinni þegar ég reri hjá honum Sveini sál. í Haganesi að við fengum hámeri. Skipaði þá Sveinn einum að leggjast niður í bátinn til þess hún sæi ekki yfir alla á bátnum. Síðan tók Sveinn skálm og stakk úr henni bæði augun, og hann var ekki lengi að því.“