Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Fésteinn (= fékvörn?)

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Fésteinn (=fékvörn?)

Hann er skaptur sem sauðartunga, hvítur að lit með litlum hrufum, og er í öðrum endanum, þeim mjóa, svört rák. Hann vex utan á vömbinni í sauðfé. Þú skalt taka hann og herða og geyma í hirzlu þinni. Hann finnst oft við sjó þá tungl er níu nátta; geym hann og mun að gagni koma. Annar fésteinn er ímóalóttur að lit og rétt hnöttóttur; hann finnst rekinn af sjó. Hann skal geyma í hvítu og óbornu lérefti.