Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Fýlarnir á Baustabrekkudal

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Fýlarnir á Baustabrekkudal

Aðalbjörg á Minni-Þverá, fædd 1793, sagði mér 23. október 1861 frá því að þegar hún var unglingur í Hólkoti í Ólafsfirði sat hún eitt sumar yfir Hólkotsfénu á Baustabrekkudal og var oft nálægt vatninu þar. Sagðist hún þá oft hafa séð þar á vatninu tvo fýla almórauða, stærri en lóm, en minni en örn, og hafi þeir fuglar ævinlega horfið undireins og sól roðaði á fjöll. Ekkert segist hún vita né hafa heyrt hvernig á þeim fuglum standi. Í vatninu segir hún sé nykur, en aldrei segist hún hafa séð hann.