Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Fjögra blaða smári

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Fjögra blaða smári

Smári er líklega ekki til með fleiri en þremur blöðum og því er það einkennisnafn hans á latínu að hann heitir trifolium. Nú ef maður finnur fjögra blaða smára getur maður lokið upp hverri læsingu með honum með því að bera hann að skráargatinu, eða láta hann inn í það og blása svo í, þá opnast hver læsing og loka fyrir manni. (NB. fjögra blaða smári mun ekki vera til, og því er hann svo kröftugur.)