Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Geirishólar

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Geirishólar

Geirishólar eða Geirshólar eru hlaup eitt mikið innan við Desjarmýri. Þar kvað hafa verið bær í fornöld og hét bóndinn Geir eða Geiri. Þá bjó á Setbergi, næsta bæ, Jón bóndi, forn í skapi. Þeir deildu um landamerki; þá hlóð Geir garð um þvert þrætulandið; má sjá merki þess. Jóni sárnaði þetta. Honum var vel við vinnukonu Geirs og varaði hana eitt kvöld við að reka féð heim, en bíða inn frá bænum. Það sama kvöld hljóp ofan fjallið og yfir bæinn. Er þar síðan urðarhlaup mikið.