Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Grasasögur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Grasasögur

Eins og munnmælasögur ganga af einstökum dýrum eins fara og sögur af grösum, en af því miklu minna kveður að grasalífinu en dýralífinu eru sögurnar um grösin miklu færri og efnisminni en um dýrin. Þessara grasategunda sem nú verða nefnd hef ég aðeins heyrt getið í munnmælum.