Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Grasið grídus

Úr Wikiheimild

Viljir þú þig dreymi það þig forvitnar um að vita þá tak eitt gras með ljósbláum legg og dökkbláu höfði, þykkri slúðu að ofan, en einlægu að neðan. Tak það Jónsmessunótt gömlu og vökva það í helguðu messuvíni, legg það síðan í dauðs manns leiði og lát það vera þar þrjár nætur, tak það síðan og lát það liggja hjá þeim sextugasta og þriðja Davíðssálmi aðrar þrjár nætur, bevara síðan grasið í hveiti og hvítum dúki og legg það undir hægri væng þinn þá þú vilt þig dreymi það þig girnir. Þetta gras kallast grídus.