Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Grettisskarð

Úr Wikiheimild

Grettisskarð heitir skarð mikið norðarliga á Hrútafellsfjalli. Það er að sögn eitt af þrekvirkjum Grettis sterka Ásmundarsonar er hann vann á ferðum sínum. Það stykki er hann þar úr hratt er hamar feiknastór sem Drangur heitir, til vissu margar mannshæðir á hæð og eftir því ummálsmikill. Við hann er bærinn Drangshlíð kenndur, en Skarðshlíð við Grettisskarð.

Önnur frásaga segir að drangurinn sé kaupskip í ánauðum undir seglum, en um orsök þeirrar sögu hefi ég ekki heyrt. Önnur sögn er um Grettisgat á Holtsnúp; það er gat í brúninni er hann hafði úr sprengt með fingri sínum.