Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Gullfossar

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Gullfossar

Margir stórfossar vestast í Dalasýslu og í Barðastrandarsýslu í nánd við Gilsfjörð eru kallaðir Gullfossar[1] og víðar annarstaðar, t. d. hjá Kleifum í Bárðardal, eins í Hvítá á Suðurlandi. Tildrögin til þessara nafna eru án efa einhverjar fornar sögur um fólgið fé undir fossum þessum því allt að einu hafa sögur farið af því að fé hafi verið fólgið hér á landi í stórám og einkum í fossum eins og Niflungaauður á að vera fólginn í Rín eftir fornum sögum.

  1. Á Skarðsströnd og Saurbæ er Gullfoss í Skarðsá, Búðardalsá, Fagradalsá, og á Kleifum í Gilsfirði (stór og fallegur) og enn víðar.