Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Hrafninn hans Nóa

Úr Wikiheimild

Það er alkunnugt að hrafninn hans Nóa kom ekki aftur, en ekki hitt hvað dvaldi hann. En það var það að hann fann hval rekinn og fór að éta hvalinn allt til þess að Nói kom að honum og sá hvað hann var að gjöra. Reiddist þá Nói og lagði það á krumma að hann skyldi aldrei meir koma á hvalfjöru. Síðan hefir aldrei hrafn sézt á hvalfjöru.