Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Kirkjutunga

Úr Wikiheimild

Tunga sú er kölluð er Kirkjutunga liggur á milli tveggja áa, Hólasunddalsár í landsuður og Farmannsdalsár í suður-útsuður. Umhverfis tungu þessa eru afar há gljúfur. Á tunguoddanum sjást allmikil aurmál af bæjarhúsum og túngarði. Í túninu eru hér um bil þrír hólar og á stærsta og efsta hólnum þykir votta fyrir fornum kirkjustöðvum með dyrum til vesturs. Kirkjugarður sést ekki, en aftur ámót er þéttsett þar af aflöngum þúfum sem líkjast leiðum. Í fornöld er mælt að steinbogi hafi verið á Farmannsdalsá og yfir hann hafi menn farið til tíðagjörðar að Kirkjutungu, en Kleppa tröllkona eyddi þeim boga af óvild við kristnisiðu. Segja sumir hún hafi stigið hann sundur með spora sínum, en aðrir að hún hafi höggvið hann sundur með öxi. Nú er Kirkjutunga beitarland frá Stað í Steingrímsfirði.