Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Kvígutjörn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Kvígutjörn
Kvígutjörn
Það var siður í gamla daga að gjöra svokallaða skyndilifur þegar nautgripir voru skornir. Einu sinni í Mýrnesi í Eiðaþinghá var skorin kvíga (en þá var ekki vant að hræra í blóðinu, heldur látið storkna og soðið svo í stykkjum). Fór fólkið allt inn með blóðílátin. En þegar komið var út aftur var kvígan staðin upp höfuðlaus og hljóp af stað fram eftir frá bænum og maður á eftir. Hlupu þau svo hvurt í kapp við annað fram eftir blá er þar er. Hér um bil bæjarleið frá Mýrnesi er tjörn og þangað stefndu þau. Stóðst það á að maðurinn náði í halann á kvígunni og hún var komin á tjarnarbakkann; hélt maðurinn á róunni eftir, en kvígan steyptist í tjörnina og sást ei framar. Er tjörnin þar við kennd síðan.