Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Lyklafell

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Lyklafell

Einu sinni týndist lyklakippa Skálholtsstaðar og fannst hún hvurgi; varð að smíða aðra lykla. Leið síðan fram þangað til tólf ár vóru liðin og lyklatapið farið að gleymast, þá fundust lyklarnir í Lyklafelli hjá Fóelluvötnum. Kom þá upp hið sanna að ráðsmaður (al.: bryti) staðarins hafði haft lyklana á sér er hann reið í Reykjavíkurkaupstað og hafði týnt þeim í fellinu er hann áði. Þar af hefir fellið nafn sitt.