Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Reyniviður á Geldingsá

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Reyniviður á Geldingsá

Á Geldingsá á Svalbarðsströnd er sagt að reyniviðarhrísla vaxi hjá ánni, svo til komin: Á Geldingsá var eitt sinn vinnukona. Hún bar út barn sitt og fleygði því þar fram af fossinum. Vóx þar síðan upp reyniviður. En hið sama kvöld heyrðist í Laufási þrítekið barnshljóð í loftinu.