Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Skrifla

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Skrifla

Í Reykholti í Borgarfirði er hver sá sem Skrifla heitir. Hún á fyrrum að hafa verið fram í Geitlandi og sýna menn þar enn hveragrjótið og lækjarfarveginn. Flutti Skrifla sig úr Geitlandinu skömmu áður en hraunið brann sem þar er og hvíldi sig í Áslaugum í Hálsasveit. Þaðan flutti hún sig að Reykholti þar sem nú er hún. – Það er náttúra Skriflu að hún gýs ákafar en hún er vön þegar ókunnugir menn eru af forvitni að skoða hana og er henni þá mjög gjarnt til að þeyta á þá logheitum vatnsgusum þó þeir standi ekki allnærri henni. Skrifla þolir enga hnýsni eða forvitni um sína hagi.