Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Stefnir

Úr Wikiheimild

Um þann stein skrifa lærðir menn og sér í lagi Salómon að ef hann er tekinn og hengdur þar yfir er þú vilt illu frá koma þá skaltu taka hann á Jónsmessunótt. Er hann ofan mjór og hvítur að lit. Hann hefur níu náttúrur og eru allar góðar nema ein, og er það sú að ef maður drekkur af honum fær hann köldu og er eigi gott að lækna nema hann sé skafinn í heita mjólk og gefinn þeim sem forgreip sig á honum. Önnur hans náttúra er ef hann er hengdur yfir fjárhúsdyr þar sem fé gengur undir þá missist enginn sauður ef allt er með sama marki. Þriðja hans náttúra er ef hann er hengdur þar yfir sem glettingar eru á grip þá hlífir hann því. Fjórða hans náttúra er sú ef hann er hengdur við skipsþóftu granda því aldrei stórfiskar. Fimmta: hengdur í hús sem mýs eru eða önnur kvikindi finnst af honum ódaun svo þau flýja í burt. Þessi steinn finnst oft á eyðifjöllum. Leita þú að honum á Jónsmessunótt.