Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Steinahellir

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Steinahellir

Hellirinn er hár að framan, en eftir því sem innar kemur smálækkar hann unz hann fellur að gólfinu. Bæði er hola austrí hann og vestrí. En sú er sögn hér að austurholan hafi náð ærið langt og það fylgir þeirri sögu að einu sinni skyldi kálfur hafa farið austrí hann og heyrzt baula undir gólfinu í búrinu í vestasta bænum hér í Steinum. Hin holan náði í búrið í austurbænum í Varmahlíð; það er nægilegur skeiðsprettur frá hellinum. Sagt er að féþúfa hafi verið í barðinu fyrir vestan hellirinn því þar hefir sézt „mundarlogi“.[1]

  1. Fjárlogi er alltaf nefndur hér [ᴐ: undir Eyjafjöllum] „mundarlogi“. [Hdr.]