Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Steindepillinn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Steindepillinn

Steindepillinn er áður nefndur til þess að hann valdi undirflogi, ég hef einkum heyrt á ám, en Eggert Ólafsson segir bæði á kúm og ám í hefndarskyni fyrir það ef eggin hans eru ómökuð á vorin. En Mohr hefur heyrt þá trú hér að gamlir menn hafi fælt börn frá að hrella hann eða ómaka steindepilshreiður með því að segja þeim að fingurnir á þeim stirðnuðu upp eða krepptust ef þau snertu eggin hans eða ungana.