Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Sveinn lögmaður og frú Ingibjörg

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Sveinn lögmaður og frú Ingibjörg

Til hins sama bendir vísa Sveins lögmanns Sölvasonar sem hann kvað við Ingibjörgu Sigurðardóttur, frú Gísla biskups Magnússonar á Hólum, er hann sá og heyrði til hrafns á vindhanastöng yfir húsi því sem hún var í. Hann kvað:

„Hrafn situr á hárri stöng,
höldar mark á taki:
ei þess verður ævin löng
sem undir býr því þaki.“

En hún var ekki lengi að hugsa sig um og kvað í móti:

„Engin hrakspá er það mér
þó undan gangi ég nauðum,
en ef hann kvakar yfir þér
ekki seinna dauðum.“