Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Tófur fluttar til Íslands

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Tófur fluttar til Íslands

Að tóan kom til Íslands atvikaðist þannig: Einhver þóktist eiga hefndir að gjalda bóndanum á Oddsstöðum á Melrakkasléttu. Kom sá með tóur tvær, ref og bleyðu, og hleypti þeim á land á Oddsstöðum til að spilla æðarvarpinu. En bóndinn þar var svo fljótur að hlaupa að hann hljóp upp bleyðuna hvolpafulla, en sleppti henni, þar hann hélt að sér væri alténd hægt í hendi að ná henni, og fór að elta refinn, náði honum og drap hann, og ætlaði svo að snúast að bleyðunni og drepa hana. En þá var hún undan komin svo hann fann hana hvergi. Þannig breiddust tóurnar út.