Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Tjörnin í Hróarsskörðum

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Tjörnin í Hróarsskörðum

Hróarsskörð heita norðan í Hafnarfjalli í Borgarfjarðarsýslu. Þar er tjörn sem sagt er að fylgi sú náttúra að þegar kastað sé ofan í hana steini þá komi hann aftur á land upp úr tjörninni. Kasti maður í annað sinn steini í tjörnina kemur hann upp aftur og í þann sem kastaði og meiðir hann. En kasti maður steininum í tjörnina í þriðja sinn kemur hann enn upp aftur og drepur þann sem svo þrálátur er að kasta.