Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Torfi í Klofa (1)
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Torfi í Klofa
Torfi í Klofa
Torfi er maður nefndur og var Jónsson Ólafssonar Loftssonar hins ríka á Möðruvöllum. Hann átti Helgu Guðnadóttur frá Kirkjubóli í Langadal, skilgetna systur Bjarnar bónda Guðnasonar í Ögri. Torfi var auðmaður mikill, því var hann kallaður ríki Torfi; hann var afburðamaður til krafta, því var hann kallaður sterki Torfi. Hann bjó í Klofa á Landi í Rangárvallasýslu, því var hann kallaður Klofa-Torfi eða Torfi í Klofa. Hann hafði Rangárvallasýslu og Árnessýslu báðar til forráða frá hér um bil 1490, en Árnessýslu eina frá því Jón Ólafsson faðir hans dó hér um bil 1480. Hann var héraðshöfðingi og yfirgangsmaður mikill og deildi einatt illdeilum við stórhöfðingja sem nú mun sagt verða.