Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/53

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

21

af mjer 5 hundruð fiska fyrir 25 dali engelska og það lýsi er eg eftir hjelt.

Thómas Tvidd átti einn fróman bróður, sá eð hjet Michael Tvidd; hann var aðmíráll fyrir vínskipaflotanum að Spanía. Hann bjó þar í borginni Harits, og var ei þann 5 tíma heima, er þessi aðburður skeði. Hans bróðurs kvinna Bersabe bauð mjer þrásamlega vist hjá sjer eður hjá sínum mági Michael Tvidd; gekk eg tæpt að því, því eg óttaðist fyrir Thómasar svikum, með því hann hafði ilt geð til mín. Nær Michael heim kom, ljet hann kalla mig fyrir sig eftir 10 ráði Bersabe; rjeðst eg svo hjá honum til vista, og ljet eg flytja minn fátækdóm þangað. En tveim dögum síðar spurðist til Harits að tvö skip kóngsins í Danmörk Christiáns fjórða [1] væri komin til Lundún til kóng Jacobs með skenkingar. Og nær eg það spurði, fjell mjer senn til geðs að biðja Michael Tvidd um orðlof, hvað og skeði, fyrir meðalgöngu og milda tilhlutan Bersabe.

Tveimur dögum síðar gekk hún með mjer ásamt sinni dóttur til strandar að spyrjast fyrir um far til Lundún; fjekk hún að fregna, að einn skipherra að nafni Vilhelm Græ [2] vildi innan þriggja nátta til Lundún; senn útvegaði hún mjer far hjá honum og það sjálf borgaði; skenktu þær mæðgur mjer mörgu gagnlegu, nærri 15 dala gildi; skildist eg svo við þær með elsku og góðum kærleika. Hún átti einn bróður til Lundún, sá er var einn kokk stórhöfðingja; honum sendi hún brjef með mjer að hafa mig hjá sjer í herbergi, þar til eg kæmist til Danskra, er þar voru komnir og fyr er nefnt.

Síðan sigldum vjer þaðan og fengum gott byrleiði suður að Lundún, og minnist eg ei betur en þar sje í milli 40

  1. Kristjan 4. sendi þessi árin við og við menn til Jakobs 1, Englandskonungs mágs síns með gjafir til hans og heldri manna & Englandi, til að tryggja vinfengið við Englendinga, sem ekki var trútt um að stæði á völtum fótum meðal annars vegna þess að Kristján konungur hafði neitað Englendingum um rjett til hvalveiða í Norðurhöfum er Jakob konungur hafði farið fram á. Sbr. athugas. við dönsku þýð. (hjer á eftir nefnd RC.) bls. 17 og rit þau er þar er vísað í.
  2. líkl. William Gray.