Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/63

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

31

kóngsins silfur-popp, sem vaktan hefur daglega á kóngsins öllu borðsilfri, og vildi hafa komið mjer í sveinsstjett hjá honum. Þessi lofaði að morgni komandi þar upp á honum andsvar að gefa. Enn á meðan hann var uppá slotinu varð eg áeggjaður af þeim manni, er Rasmus hjet og var einn könnusteypari, að gefa mig undir kóngsins regimente fyrir einn byssuskytter,[1] og hrósaði því mjög og týhússins yfirvöldum einkum meistara Hannesi, [2] sá eð var í þann tíma týmeistari og kóngsins byssuskyttur yfir settur ásamt týjunkurnum sem Adolphus Fridericus Grabov hjet, [3] og þá var nýlega kominn frá landi Holsten og stóð þar nálægt, er við Rasmus vorum um greint efni að samræða. Varð það svo fyrir hans stóra eftirleitni að eg lofaði mig þar til að gefa undir heyrn og handsöl junkursins Grabov. Befalaði hann greindum Rasmus, sem var einn kóngsins byssuskytter, að fylgja mjer heim í borgina til eins manns, er Jón Halldórsson var að nafni, og var íslenskur og ættaður úr Eyjafirði, líka ogsvo einn byssuskytter, og lofaði

honum borgun fyrir þann kost, er hann mjer veitti, til þess eg yrði undir regimenti kóngl. Majst. innskrifaður, hjá

  1. 'Byssuskyttur' voru á þeim tímum kallaðir hermenn í fallbyssuliðinu: þeir fengu í mála minst 9 dali á hverju missiri. Einkennisbúningur þeirra var rauður og gulur. Þeir voru notaðir á flotanum, týhúsinu og í Krónborgarkastala; þeir stóðu undir forstöðumanni týhússins, sem var nefndur »Tøjjunker« eba »Øverste Arkelimester« ; undir honum voru svo aðrir arkelímeistarar. Þeir höfðu aðstoðarsveina til að vinna fyrir sig það sem verst var við fallbyssurnar, en þeir áttu sjálfir að skjóta af þeim. — Oft höfðu þeir einhverja vinnu aukreitis á friðartímum auk herþjónustu sinnar, og tilfærir Jón Ólafsson ýms dæmi þess. — En fyrst árið 1645 komst gott lag á skipun fallbyssuliðs í Danmörku. — Sbr. ath. RC. við þenna stað og rit þau sem þar eru tilfærð.
  2. Hann hjet fullu nafni: Hans Kort og var arkelímeistari 1602 — 1617. RC.
  3. Adolph Friðrik Grabow af Watike, af þýskri aðalsætt var æðsti-arkelímeistari 1618—1624. Hann varð 1619 varaformaður í indverska verslunarfjelaginu og 1624 »berghauptmand« í Noregi, en var settur af fyrir illan embættisrekstur, og vita menn ekki með vissu hvað af honum hefur orðið síðar. Sbr. ath. RC. við þennan stað og I. bls. 216. og rit þau er tilfærð eru á fyrri staðnum.