Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/68

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

36

meybörn báru þvílíka vansköpun, eftir meyjanna hárfljettum, topp-húfum, axlasaumshæðum, pilsrykkingapípum og afsettum skóm með öðru þvílíku dreisslegu teikni, hverjar afskaplegar fæðingar að tíðar skeðu bæði þar og víðar annarsstaðar, hvar til Guð verður þrátt neyddur með ýmislegri óhófs athöfn og Guðs gáfna vanbrúkun. En með því H. Menelaus, sem var kapellan til St. Nikulás kirkju, var næsta harðmæltur til prestanna um þeirra alvöruleysi að aftaka fyrst af sjer og sínu húsi alla vansemd, og fyrirboðið klæðasnið sinna þjónustukvenna ljetu viðgangast, og þessa íbland mintist þessa áðurnefnda dauða barns, sem í brunninum fanst með kvenna bandi um hálsinn, segjandi ei skyldi það komið af húsi þeirra hálærðu og etc. — Sóknar-herrann M. Andrjes[1] bar það helst úr hans prjedikun fyrir erkibiskupinn Hans Resen,[2] hvarfyrir hann komst í hans og allra hálærðra reiði og ógunst, afsögðu hann frá embætti og þeirri kirkju. Einatt gekk hann einmana um Nikulásar kirkjugarð. Síðan gjörði hann þar sina síðustu prjedikun, undir hverri eg óverðugur var ásamt öðru frómu fólki, hvert hann með miklum gráti kvaddi, og yfir því auðmjúka blessan gjörði, söfnuðurinn honum það aftur auðsýnandi, því allir untu honum hugástum.

Síðan gekk erkibiskupinn ásamt þeim hálærðu fyrir kóng, framtöldu hans sakir, er þeir gáfu honum, og óskuðu kóngs úrskurðar, að hann annaðhvort útrækist eður aftækist. Enn með því að þeir fyrir fáum árum höfðu einn merkilegan mann útrekið, að nafni M. Olaf Kock,[3] hvað kónginn stórum angraði, fengu þeir því ekki meira aðgjört nje ráðið. Ljet kóngur strax senda eftir honum, og befalaði prjedikun fyrir sjer strax á slotinu, ásamt þeim hálærðu að

  1. Skáldið A. Christensen Arreboe, sem var sóknarprestur við St. Nikulásarkirkjuna 1616—18. RC.
  2. 1561—1638; Sjálandsbiskup frá 1615 til dauðadags.
  3. Ole Jensen Koch frd Björgvin í Noregi var prestur við St. Nikulásarkirkjuna, en Resen þótti hann of kalvínskur, og fjekk komið því til leiðar að hann var rekinn í útlegð 1614. RC.