Blaðsíða:Aðils - Nýji sáttmáli. - Gamli sáttmáli.djvu/10

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

6

skal hér eigi fjölyrt, því þau taka að vorri hyggju lítið til Íslendinga, þar sem þeir eigi leggja fé til þeirra né fólk, og þeim hins vegar er gerður kostur á að taka að sér strandvarnirnar síðar meir. Utanríkismálin ein varða oss nokkuru, en þau fylgja nú konungi, alveg eins og þau gerðu eftir »Gamla sáttmála«, — með þeirri mikilsverðu ívilnun þó, að engir þjóðarsamningar, er snerta Ísland sérstaklega, ná gildi fyrir ísland, nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki.

Það er því hreint og beint ósæmileg blekking að halda því að þjóðinni, að í þessu atriði samningsins felist nokkur skuldbinding fram yfir það, sem áður hefir við gengist eftir »Gamla sáttmála«, eða nokkurt afsal á fornum landsréttindum. Þau landsréttindi, er oss voru áskilin í »Gamla sáttmála«, eru að fullu trygð í þessum nýja sáttmála. Þetta hefir oss loks orðið ágengt eftir fullra 60 ára harðsnúna baráttu. Takmark það, er er þjóðinni var sett í upphafi baráttunnar, blasir nú loks við augum, ekki í þoku og fjarska, heldur beint í framsýn og rétt fram undan oss, því þótt 35 ár séu langur tími í mannsæfinni, þá eru þau eigi nema augnablik að telja í lífi heillar þjóðar. —

En nú — nú, þegar takmarkinu er náð, þegar sjálfstæðisvonirnar fagrar og lokkandi eru að rætast, þegar sigurlaunin blasa við augum, vilja menn hrinda frá sér sjálfstæðinu og tefla sigurinn úr höndum sér í alveg ófyrirgefanlegu hugsunar-, mér liggur við að segja: hamingjuleysi.

Nú er á allar lundir reynt að glepja þjóðinni sýn, að dreifa athygli manna frá aðalatriðunum í þessu máli og tefla þjóðinní út í ófæru. Það er eins og loft alt sé »lævi blandið«, eins og segir í Eddu. Eftir í fulla hálfa öld að hafa hrópað á landsréttindi þau, sem trygð eru Íslendingum í »Gamla sáttmála«, drepa menn nú hendi við þeim þegar þau eru í boði, og fitja upp á nýjum kröfum, sem hvergi eiga sér stað í »Gamla sáttmála«, — kröfum, sem eftir mínum skilningi eru með öllu óaðgengilegar, ekki að eins fyrir Dani í þessu sambandi, heldur yfir höfuð að tala fyrir nokkra þjóð í sambandi við aðra, þegar svo ójafnt er á komið eins og hér.

Hvað er það, sem menn fara fram á? Menn fara fram á þannig lagað samband á milli landanna, að þar sé ekkert sameiginlegt mál, nema konungur einn, en vilja fela Dönum eftir samningi meðferð utanríkismálanna í voru umboði um óákveðinn tíma og með uppsagnarrétti af vorri hálfu þegar oss sýnist. Það er satt að segja óskiljanlegt, að mönnum skuli ekki vera ljóst, að þessi krafa er alveg frámunalega ósanngjörn og með öllu óaðgengileg fyrir hinn málsaðilann. Hér er farið fram á samband, er felur Dönum alla ábyrgðina, fyrirhöfnina og áhættuna af utanríkisstjórninni, en undanskilur Íslend-