Fara í innihald

Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/12

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

edr hagnadar. Þarvid eykur hún sína egin farsæld, því hún verdr vinsæl, og flestir reikna sér þad skyldu, at gjöra henni til þægðar, þegar manndygdar menn ega í hlut, og þá vinnur hún enn meira, þegar vondur madr hefir ordid fyrir gódu af henni, því þeir fá minni lyst til ad gjöra íllt, svo hún kann heldur ad vera óhult og hennar hús fyrir þeim; þeir kunna at lagfærast og, þó þad sjáist ei, þá er henni þad ærin ómakslaun, at hún veit þad, at Gudi þóknast hennar dygd og vidburdir.[1]

§. 11.

Það er hverki góðr húsfaðir né húsmóðir sem helst vill vera útanbæar, enn órækja sitt eigið hreiður; þó er því heimili vorri von, hvar hússsfrenan er skjøktføm útaf bæ, því hennar fyrirsjón þarf daglega heima. Nú kann góð hússmóðir að eiga nauðsynja heimanferð; hún er boðin til brúðkaups eðr annarar vinaveitslu; hún vill sjá háttu annara búkvenna, sem hún megi færa sér sjálfri aptr í nyt, hvartil eg ei síst nefni danskar forstøndugar búkonur[2][3], sem margt þarflegt má af læra, það sem bæta má búnað vorra innlendsku kvenna, og fleiri kunna að vera skynsamleg

  1. Þessa grein ættu allir, bæði grannar og grannkonur að kynna sér vel og færa í nýt; þá væri bæði sambýli og nábýli ánægjufyllri og heillaríkari enn þau almennt eru. S.
  2. Það hér talda sýnir frjálslyndi høfundarins á
  3. Af góðum dønskum bókonum má einkum læra