Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/7

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

§. 4.

Kjærleikur til Guds og födurlandsins, til Kóngsins og yfirvaldanna, til bónda síns og barna, til hjúa og nágrannna, samt almenníngs útífrá, gjörir þad at henni þykir stand sitt indælt, og þad verdur henni þá meir enn hálfu léttara og audveldara enn annars væri. Sá kjærleikur fyrrir hana mögli og óþolinmædi eins þó ervidlega falli, þaraf verdur hún vidkvæm og medaumkunarsöm vid alla menn og líka vid þær skynlausu sképnurnar; hún vill allra mein bæta, sem mest hún má, og sér aumur á allra naudsyn, þó þad kosti hana ervidi, áhyggju og efni. Þótt hún géti gjarnan átt gódann búnad, edur adra hússprýdi, þá fer henni, þegar svo mikid skal gylda, sem er Guds bod og naudsyn annara manna, eins og Israels dætrum, er — gáfu frá sér gódgripi sína, svoat ekki skyldi vanta fagrann og dýrann malm til gudsþjónustu verkfæra, Erod. 35, 22., ellegar einsog hinum, sem gáfu handydnir sínar til sömu brúkunar v. 25. 26. Hún er hugul og gudsþakkargjörn vid þurfamenn, enn úrrædagód

    máls að fullkomin og sønn elska er ómøguleg án trúarinnar, sem þessvcgna verður að gánga undan. - Líka hefur hann í þessum 2ur. §§. að minni hyggju haft fyrir augum sér greinarmuninn milli løgmálsins og Evangelíum, og heimfært óttan undir løgmálið, en haldið að orðið "trú" ætti betur enn elska við Evangelíum. Þannig ætla eg allt megi til sanns færast sem høfundurinn hefur hér sagt. Th.