Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/100

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

KRISTNI SAGA.HÈR HEFR KRISTNI SÖGU.

Nú hefr þat, hversu kristni kom á Ísland[1]: at maðr hèt Þorvaldr Koðránssun, bróðursun Atla hins ramma; þeir voru synir Eilífs arnar, Bárðarsunar or Ál, Ketilssunar refs, Skíðasunar hins gamla[2]. Koðrán bjó at Giljá í Vatnsdal, ok var ágætr maðr;

Þorvaldr sun hans fór utan, ok var fyst í hernaði, en lutskifti þat er hann fékk lagði hann til útlausnar herteknum mönnum, allt þat er hann þurfti ei at hafa til kostar sèr; af slíku varð hann ágætr ok vinsæll. Þorvaldr fór víða um Suðrlönd; hann fann í Saxlandi suðr biskup þann er Friðrekr hèt, ok tók af honum skírn ok trú rètta, ok var með honum um ríð. Þorvaldr bað biskup fara til Íslands með sèr, at skíra föður sinn ok móður, ok aðra frændr sína, þá er hans ráði vildu fylgja; biskup veitti honum þat. Þeir Friðrekr biskup ok Þorvaldr komu til Íslands sumar þat er landit hafði bygt verit tíutigu[3]

  1. í athugagreinunum þýðir: A, skinnbókarbrot úr Hauksbók, með hendi Hauks lögmanns Erlendssonar, ritað nokkru eptir 1300, í safni Árna Magnússonar 371 í 4to. — B, pappírsbók með hendi Jóns prests Erlendssonar í Villíngaholti, í safni Árna Magnússonar Nr. 105 i Fol., rituð eptir Hauksbók (A) meðan hún var heil, nálægt 1650. — S, útgáfuna í Skálholti 1688 í 4to, og K, útgáfuna í Kaupmannahöfn 1773 í 8vo. Í skinnbókinni vantar nú framan af sögunni, þángað til seint í fimta kapítula.
  2. í Landnámab. iii, 6 er talið, að Eilífr örn, sem nam austrströnd Húnaskaga og Laxárdal, væri sonr Atla, Skíða sonar hins gamla, árðarsonar í Ál; en í Njálu cap. cxiv er talið eins og hèr, þegar rètt er lesið.
  3. þannig hefir K (Kaupmannahafnar-útgáfan 1773), en sleppir þó orðunum sem eptir koma: „ok vii vetr”, sem B hefir, og þessvegna hafa eflaust staðið í skinnbókinni. — þegar talin eru 107 ár til þess Friðrekr biskup og Þorvaldr komu til Íslands, 981, kemur það saman við tímatal það, sem lætr Íslands bygð hefjast ár 874; og við það sem Landnámabók segir: „Land var alheiðit nær hundraði vetra”; sbr. Fornm. s. i, 276. Í B er eyða fyrir tölunni, því skrifarinn, síra Jón Erlendsson, hefir ekki getað lesið skinnbókina á þessum stað; en i S (Skálholts-útgáfunni) er sett „lx vetra”, og ekkert talið framyfir.

I.B.

1*