Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/13

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Hvad her er skrifad um þetta sídast talid, þá er meir enn helmingr þess tekinn af minni eiginni, granna minna og annara merkra manna reynslu, þó er hit margt, sem eg hefir hvörki reynt ne vitad reynt, þat hefir eg tekid úr nýustu urta-bokum lærdra manna, hvöria eg hefir endr og sinnum á nafn nefndt. Nockrir menn hafa ádr fyrri skrifad her i landi, um læknis urtir, og fleira, sem vaxtar ríkid af ser gefr: Sr. Jon Dadason i sinni Gand-reid, Sr. Dadi Steindórsson, og fleiri, enn þessir menn hafa allann fiöllda talid af þeim urtum, úr þydskum og latinskum bókum, er vort land hefir alldrei fædt, líka dó sú vitneskia út med þeim mönnum, þegar dóu sialfir, er einginn nema þeir þecktu urtirnar, eptir því nafni, sem til var vísad.

Her med læt eg fylgia þriú registr, fyrst islendsku urta-nafnanna, þó þær se