Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/10

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

TÓMAS FRÆNDI.


I. Heimsókn þrælakaupmannsins.

Það var að áliðnum degi í febrúarmánuði að tveir menn sátu á tali saman í skrautbúinni borðstofu á lystigarði einum í Kentucky fylki. Annar þeirra var íburðarmikið klæddur og drjúgur og raupsamur í máli. Það var þrælakaupmaður og hét Haley. Hinn maðurinn, herra Shelby (les Sjelby), var eigandi lystigarðsins og prúðmenni í allri framkomu sinni. Hann skuldaði þrælakaupmanninum stórfé, og voru þeir nú að gjöra upp reikninga sína.

„Tómas er fullkomlega þess virði, sem eg fer fram á að fá fyrir hann“, sagði Shelby. Hann er duglegur, ráðvandur, áreiðanlegur. Mér væri óhætt að trúa honum fyrir öllum eigum mínum; hann er kristinn“.

„Að svo miklu leyti, sem svertingi getur verið það,“ sagði Haley; „eg seldi einn garm nýlega, sem einnig var kristinn. Hann gat beðizt fyrir eins og prestur. Eg keypti hann fyrir lágt verð, og hafði tvö þúsund króna ábata á honum.“